Rósakál eða „Brussels Sprouts“ er kennt við Brussel og við uppgröft hafa fundist heimildir um að það hafi verið ræktað þar á forsögulegum tímum. Ritaðar heimildir um ræktun þess eru bæði til frá 13. öld og þeirri 15. en síðan eru ekki neinar heimildir um ræktun þess fyrr en í lok 18. aldar, í héruðunum umhverfis Brussel. Rósakál er náskylt hvítkáli og lítur í raun eins út og dverghvítkál og hefur í raun ekki ósvipað bragð. Íslenska nafngiftin kemur úr dönsku.

Undirbúningur og meðhöndlun. Rósakál geymist í plasti í ísskáp í 4-5 daga. Þegar rósakál er valið er best að velja litla dökkgræna hausa. Ekki ætti að sjóða rósakál of lengi og ættu 6-8 mínútur að duga. Gott er að gratínera rósakál í ostasósu eða hella yfir það bráðnu smjöri, eins má kreista yfir það sítrónu eftir suðu. Einnig er gott að sjóða það ekki til fulls og léttsteikja síðan í smjöri og hvítlauk eða beikoni, hnetum eða lauk.

Uppskrift

 

Skrifstofa Nóatúns:

Skarfagarðar 2, 104 Reykjavík

Sími: 585-7000